3 vikur
2 tæknimenn
Skilvirk og nútímaleg pökkunarlína sem var gangsett innan þröngra tímamarka og bætir afköst, áreiðanleika og rekstraröryggi í mikilvægu framleiðsluumhverfi.
Í samstarfi við Robopac-teymið komum við að uppsetningu nýrrar pökkunarlínu hjá Icelandic Water Holdings (sem starfar undir vörumerkinu Icelandic Glacial), einu fremsta vatnsátöppunarfyrirtæki Íslands. Icelandic Water Holdings tappar tæru lindarvatni Ölfussins á flöskur fyrir alþjóðamarkað — en fyrirtækið hefur áunnið sér framúrskarandi orðspor fyrir gæði vatnsins og sjálfbæran rekstur átöppunarverksmiðjunnar sem knúin er með hreinni orku.

Velvörn býður þér fullkomna þjónustu í uppsetningu, viðhaldi og verktakaþjónustu. Láttu okkur umbreyta hugmyndum þínum í veruleika. Hafðu samband í dag fyrir ókeypis ráðgjöf!
Hafðu samband